Hitasótt og smitandi hósti í hestum

Nokkuð er um veikindi í hrossum um þessar mundir, einkum á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Vesturlandi, eftir því sem kemur fram á vef Matvælastofnuar. Einkennin minna á hitasóttina annars vegar og smitandi hósta hins vegar og flest bendir til að smitefni sem hér urðu landlæg í kjölfar faraldranna árin 1998 og 2010 séu að minna á sig.

Hestarnir verða alla jafna ekki alvarlega veikir en fylgjast þarf með þeim og kalla til dýralækni ef líkamshitinn mælist hærri en 38,5°C. Á mast.is segir að forðist skuli að hafa hesta mikið inni við í smituðu lofti og gagnlegt getur verið að hreinsa hesthús vel til að minnka smitálagið. Matvælastofnun fylgist náið með ástandinu en telur ekki ástæðu til aðgerða að svo stöddu. 
Rætt var við dýralækni hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnun um veikindin í Morgunútvarpinu í gær sem heyra má HÉR.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir