Hólamenn vilja stuðning við rekstur sundlaugar
Fulltrúar íbúa á Hólum, starfsmannafélag Hólaskóla og nemendafélag Hólaskóla hefur farið þess á leit við sveitarfélagið Skagafjörð að það styrki rekstur sundlaugarinnar að Hólum yfir vetrarmánuðina með framlagi sem dugi fyrir kostnaði við kaup á laugarvatni og klór.
Er það af bréfriturum talið vera um 1,2 milljónir króna fyrir tímabilið Byggðarráð fól sveitarstjóra að óska eftir frekari gögnum varðandi rekstur sundlaugarinnar.