Hólmfríður leggur svuntunni

Hólmfríður tekur við viðurkenningarvotti. Með henni á myndinni eru: Ásmundur Baldvinsson, Hulda Björg Jónsdóttir, Ívar Már Marteinsson og Guðni Ólafsson. Ljósmynd: Fisk Seafood.
Hólmfríður tekur við viðurkenningarvotti. Með henni á myndinni eru: Ásmundur Baldvinsson, Hulda Björg Jónsdóttir, Ívar Már Marteinsson og Guðni Ólafsson. Ljósmynd: Fisk Seafood.

Eftir 50 farsæl ár í fiskvinnslu hefur Hólmfríður Runólfsdóttir ákveðið að taka niður svuntuna.

Í frétt frá Fisk seafood segir: „Hún hóf störf hjá Skildi á Sauðárkróki árið 1975, en frá og með 1993 hefur hún starfað fyrir FISK Seafood.  Í tilefni að þessum tímamótum var boðið upp á köku og kaffi í matsal landvinnslunnar á Sauðárkróki þar sem henni var færður þakklætisvottur fyrir sitt framlag fyrir fyrirtækið.  Viljum við koma á framfæri þökkum frá stjórn og samstarfsfólki FISK fyrir farsæl og góð störf og við óskum henni velfarnaðar í þeim verkefnum sem hún tekur sér fyrir hendur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir