Hugarró milli jóla og nýárs

Þann 27. desember ætla vinkonur að koma saman, annars vegar í Sauðárkrókskirkju kl.16:30 og síðan í Blönduóskirkju kl. 20, og flytja tónlist og talað mál eftir konur eða sem hefur verið samin til kvenna. Vinkonurnar sem um ræðir eru á öllum aldri og eiga tengingu við Norðurland vestra og flestar búa þær í Skagafirði. „Hugljúf stund í skammdeginu og góð leið til að slaka á um jólin,“ segir í tilkynningu.

Fram koma Guðfinna Olga Sveinsdóttir fiðla, Guðrún Helga Jónsdóttir söngur, Jóhanna Marín Óskarsdóttir píanó, Kristín Halla Bergsdóttir fiðla og víóla, Matthildur Kemp Guðnadóttir fiðla, Ólöf Ólafsdóttir söngur, Ragnhildur Sigurlaug Guttormsdóttir fiðla og söngur, Sigurbjörg Svandís Guttormsdóttir söngur.

Allir velkomnir, aðgangseyrir er 1000 kr. en athugið að enginn posi er á staðnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir