Hvað eiga brautirnar að heita?
Stjórn Golfklúbbs Sauðárkróks hefur ákveðið að efna til samkeppnis sem snýst um það að finna nöfn á golfbratirnar á Hlíðarendavelli á Sauðárkróki. Er þetta gert í tilefni af 40 ára afmælis golfklúbbsins.
Hverjum og einum er í sjálfsvald sett hvort hann skili inn nafni á einni, tveimur eða fleirum brautum en ætlast er til þess að nöfnin séu lýsandi fyrir brautirnar, staðhætti eða örnefni. Nöfnin verða afhjúpuð á afmælishófi klúbbsins 6. nóvember nk. og verða veitt verðlaun fyrir valin nöfn.
Klúbburinn hvetur félaga sína til að senda sem flest nöfn svo stemningin verði með besta móti þegar valið fer fram en tillögum skal skilað til stjórnar fyrir 15. október.