Innlent korn til manneldis
Í dag milli kl. 13-17 verður haldinn í húsnæði Matís á Sauðárkróki, fræðslufundur um innlent korn til manneldis. Fyrirlesari verður Ólafur Reykdal, og er fundurinn öllum opinn en hann er haldinn með stuðningi Starfsmenntaráðs.
Umfjöllunarefni:
1. Meðferð korns sem ætlað er til manneldis
2. Gæðakröfur fyrir korn og innra eftirlit
3. Leiðir til að nýta innlenda kornið í matvælaiðnaði og matseld
4. Hollusta og öryggi innlends korns
Boðið verður upp á kaffi, te og bökunarvörur úr skagfirsku korni.