Ísak Óli Traustason kjörinn íþróttamaður Skagafjarðar

Ísak Óli Traustason, íþróttamaður Skagafjarðar 2019. Myndir PF.
Ísak Óli Traustason, íþróttamaður Skagafjarðar 2019. Myndir PF.

Frjálsíþróttakappinn Ísak Óli Traustason var útnefndur íþróttamaður Skagafjarðar í gærkvöldi við hátíðlega athöfn í Ljósheimum. Auk þess var hann útnefndur frjálsíþróttamaður Tindastóls við sama tækifæri. Meistaraflokkur kvenna varð lið ársins og Sigurður Arnar Björnsson þjálfari ársins.

Tilnefndir til Íþróttamanns Skagafjarðar 2019 voru:
Arnar Geir Hjartarson kylfingur
Bryndís Rut Haraldsdóttir fótboltamaður
Ísak Óli Traustason frjálsíþróttamaður
Mette Moe Mannseth hestamaður
Viðar Ágústsson körfuknattleiksmaður

Tilnefnd til liðs ársins 2019 voru:
Golfklúbbur Skagafjarðar - kvennasveit GSS
Ungmennafélagið Hjalti, Blakfélagið Krækjur - kvennasveit
Ungmennafélagið Tindastóll knattspyrnudeild - meistaraflokkur kvenna
Ungmennafélagið Tindastóll körfuknattleiksdeild - meistaraflokkur karla

Tilnefndir til þjálfara ársins 2019 voru:
Guðni Þór Einarsson og Jón Stefán Jónsson knattspyrnuþjálfarar meistaraflokks kvenna – Knattspyrnudeild Ungmennafélags Tindastóls
Sigurður Arnar Björnsson frjálsíþróttaþjálfari meistaraflokks – Frjálsíþróttadeildar Ungmennafélags Tindastóls

Hvatningarverðlaun UMSS voru veitt fjórtán ungmennum sem keppa innan aðildarfélaga UMSS. Þau eru veitt ungmennum á aldrinum 12-17 ára sem eru áhugasamir, með góða ástundun, sýna góða hegðun innan vallar sem utan, eru góðir félagar og teljast vera góðar fyrirmyndir annarra unglinga sem sýna áhuga og stunda sína íþrótt. Þau hljóta:
Andrea Maya Chirikadzi, UMFT frjálsíþróttadeild
Anna Karen Hjartardóttir Golfklúbbur Skagafjarðar
Ardís Heba Skarphéðinsdóttir UMFT skíðadeild
Bragi Skúlason UMFT knattspyrnudeild

Eva Rún Dagsdóttir UMFT körfuknattleiksdeild
Eyþór Lár Bárðarson UMFT körfuknattleiksdeild
Kolbrún Ynja Stefánsdóttir Umf. Neisti
Kristinn Örn Guðmundsson Hestamannafélagið Skagfirðingur

Magnús Elí Jónsson UMFT frjálsíþróttadeild
Margrét Rún Stefánsdóttir UMFT knattspyrnudeild
Óskar Aron Stefánsson UÍ Smári
Patrekur Rafn Garðarsson Umf. Neisti

Stefanía Sigfúsdóttir Hestamannafélagið Skagfirðingur
Tómas Bjarki Guðmundsson Golfklúbbur Skagafjarðar

Einnig fengu sjö keppendur aðildarfélaga UMSS, sem þátt hafa tekið í verkefnum landsliða Íslands, viðurkenningu fyrir þátttöku sína þar auk eins þjálfara. Keppendurnir eru:
Ísak Óli Traustason, Frjálsíþróttasamband Íslands,
Jóhann Björn Sigurbjörnsson, Frjálsíþróttasamband Íslands
Marín Lind Ágústsdóttir, Körfuknattleikssamband Íslands U16
Örvar Freyr Harðarson, Körfuknattleikssamband Íslands U16

Ásdís Ósk Elvarsdóttir, Landssamband hestamanna
María Finnbogadóttir, Skíðasamband Íslands
Þórarinn Eymundsson, Landssamband hestamanna
og Sigurður Arnar Björnsson, þjálfari, Frjálsíþróttasamband Íslands

Þá voru úthlutaðir styrkir úr Afreksmannasjóði UMSS til fimm afreksíþróttamanna innan sambandsins. Þá hlutu eftirtaldir:
Andrea Maya Chirikadzi
Ásdís Ósk Elvarsdóttir
Ísak Óli Traustason
Jóhann Björn Sigurbjörnsson
Marín Lind Ágústsdóttir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir