Jólaball Lions í íþróttahúsinu á Sauðárkróki í dag
Árlegt Jólabarnaball Lions verður í íþróttahúsinu á Króknum í dag þriðjudaginn 28. desember og hefjast herlegheitin klukkan fimm. Að venju munu félagarnir Geirmundur og Rögnvaldur spila undir dansi í kringum jólatréð auk þess sem heyrst hefur að samningar hafi náðst við jólasveina sem enn luma á glaðningi í pokahorni sínu.