Jólabingó 10. bekkinga í Varmahlíð
Nemendur í 10. bekk Varmahlíðarskóla verða með sitt árlega jólabingó í matsal skólans, föstudaginn 4. desember kl 17:00. Að vanda verða fjölbreyttir og flottir vinningar.
Veitingar verða seldar í hléi. „Allir velkomnir og vonumst við til að sjá ykkur sem flest,“ segir í tilkynningu frá 10. bekkingum í Varmahlíðarskóla.
