Jólaböll í dag
Í dag verða haldin í Skagafirði jólaböll í Ljósheimum í boði Kvenfélags Skarðshrepps og í Íþróttahúsi Sauðárkróks en þar eru gestgjafar Lionsklúbburinn Björk og Lionsklúbbur Sauðárkróks.
Í Ljósheimum hefst dagskrá kl. 15 en í Íþróttahúsinu hefst hún kl. 16.
Mánudaginn 29. desember ætlar Kvenfélag Lýtingsstaðahrepps að standa fyrir jólaballi í Árgarði og hefst það kl. 14