Jólagleði á Króknum um helgina
Um síðustu helgi voru jólaljósin tendrum á jólatrénu á Sauðárkróki í mikilli rjómablíðu. Fjöldi manns fór í bæinn og naut aðventustemningar í gamla bænum.
Aðalgatan og nyrsti hluti Skagfirðingabrautar var lokuð bílaumferð og myndaðist skemmtileg göngugötustemning í anda fyrri tíma. Ýmislegt var í boði fyrir fólk en hátindurinn hjá smáfólkinu var að sjálfsögðu koma jólasveinanna þar sem þeir gáfu mandarínur og dönsuðu í kringum jólatréð. Ljósmyndari Feykis var á staðnum og myndaði stemninguna.
.