Jón Oddur og Jón Bjarni slá í gegn

Vegna góðrar aðsókar á barnaleikritið um Jón Odd og Jón Bjarna hefur Leikfélag Sauðárkróks ákveðið að setja á aukasýning næsta laugardag kl. 14.  Samkvæmt upplýsingum frá LS eru nokkrir lausir miðar á sýninguna í kvöld (þriðjudag) en uppselt er á föstudagskvöldið.

Miðasala er virka daga á milli 13 og 18 hjá Herdísi í Kompunni, en þeir sem ekki komast þangað geta hringt í síma 849-9434 til að kaupa miða. Þá brýnir Leikfélagið fyrir fólki að gleyma ekki boðsmiðunum fyrir 1.-3. bekk Árskóla og starfsmenn sjúkrahússins .

Fleiri fréttir