Jóna Fanney hætt og Haraldur kemur inn í hennar stað
Haraldur Örn Gunnarsson hefur ráðinn sem framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna en Jóna Fanney Friðriksdóttir gegndi áður því starfi. Haraldur var markaðsstjóri við undirbúning fyrir LM 2010.
Samkvæmt fésbókarsvæði Landsmóts 2011 mun landsmót hefjast sunnudaginn 26. júní en sá dagur verður helgaður yngri keppendum mótsins. Dagurinn hefst á knapafundi fyrir yngri keppendur mótsins, svo tekur við keppni í yngri flokkum og í lok dags verður skemmtun fyrir ungu kynslóðina. Rétt er að koma í veg fyrir allan misskilning og taka það sérstaklega fram að það er almanaksárið sem gildir til aldursskiptingar í yngri flokkum.