Kári skrifar undir
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
06.01.2010
kl. 08.38
Kári Eiríksson, frá Beingarði í Hegranesi, hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Tindastóls. Hann er áttundi leikmaðurinn sem skrifar undir samning við félagið.
Strákarnir eru nú að æfa af fullum krafti fyrir sumarið og ætla sér ekki að dvelja lengi í 3. deildinni.
Fleiri fréttir
-
Afurðaverð endurspeglar ekki væntingar bænda
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni 13.08.2025 kl. 15.42 oli@feykir.isÍ frétt á Húnahorninu er sagt frá því að bændur hafi orðið fyrir vonbrigðum með afurðaverð sem kynnt hafa verið fyrir komandi sauðfjársláturtíð. „Í verðskrám Kjarnafæðis Norðlenska, Kaupfélags Skagfirðinga og Sláturhúss KVH á Hvammstanga er vegin hækkun frá síðasta árið 1,6%, samkvæmt útreikningi Bændasamtaka Íslands. Í grein á vef Bændablaðsins segir Eyjólfur Ingvi Bjarnason, formaður stjórnar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökunum að verðin endurspegli ekki þær væntingar sem uppi hafi verið um áframhaldandi bætta afkomu og rekstraröryggi til framtíðar,“ segir í fréttinni.Meira -
Silla borgarar til styrktar Stólastúlkum – koma svo!
Feykir var búinn að nefna það í byrjun vikunnar að hinn margverðlaunaði Silli kokkur mætir á Krókinn í dag og selur hamborgara til styrktar kvennaliði Tindastóls í Bestu deildinni. Það kostar nokkra aura að halda úti liði í efstu deild og sannarlega stórmagnað framtak hjá Silla að standa þétt við bakið á liðinu okkar.Meira -
Frumkvöðlar á landsbyggðinni fá sviðsljósið: Startup Landið fer af stað
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Aðsendar greinar, Vestur-Húnavatnssýsla 13.08.2025 kl. 09.37 oli@feykir.isHugmynd sem fæddist við eldhúsborðið gæti orðið næsta stóra fyrirtæki. En hvernig fer maður af stað? Það er spurning sem margir sem ganga með hugmynd í maganum hafa líklega spurt sig – og svarið gæti nú leynst í nýju verkefni sem fer af stað í haust: Startup Landið, viðskiptahraðall sérstaklega ætlaður frumkvöðlum utan höfuðborgarsvæðisins.Meira -
Byggðarráð vill að ráðherra taki togveiðar á Skagafirði til skoðunar
Byggðarráð Skagafjarðar samþykkti samhljóða á fundi sínum þann 23. júlí sl. að hvetja atvinnuvegaráðherra til að taka togveiðar á Skagafirði til skoðunar og opna fyrir faglega og gagnsæja umræðu um framtíðarskipulag veiða með dragnót við Íslandsstrendur, með áherslu á verndun vistkerfa og sjálfbæra nýtingu.Meira -
Hólahátíð verður helgina 16.-17. ágúst 2025
Hin árlega Hólahátíð verður um næstu helgi en nú er bryddað upp á þeirri nýbreytni að hátíðin hefst á laugardeginum með Hólahátíð barnanna. Þar verður dagskrá fyrir börn og fjölskyldur frá kl. 14.00. Skátafélagið Eilífsbúar sér um dagskrána og verður farið í ýmsa leiki og þrautir úti, auk skógargöngu.Meira