Kóraárshátíð í Húnaveri
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Listir og menning
06.01.2011
kl. 13.54
Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps, Samkórinn Björk, Kór Blönduósskirkju og Rökkurkórinn halda sameiginlega árshátíð í Húnaveri laugardaginn 15. janúar kl. 20.30.
Á dagskrá er kórsöngur, kvöldverður, skemmtiatriði og Hörður G. Ólafsson leikur fyrir dansi. Hátíðin er opin fólki utan kóranna.