Kunnir kappar ætla að mæta á svæðið

Skráningar eru nú í fullum gangi á þjálfaranámskeið sem körfuknattleiksdeild Tindastóls mun halda í júní í tengslum við körfuboltabúðir félagsins.. Meðal kunnugra kappa sem hafa boðað komu sína á námskeiðið eru Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells og Benedikt Rúnar Guðmundsson þjálfari Þórs í Þorlákshöfn. Einnig ætla nýráðnir þjálfarar Njarðvíkur, þeir Friðrik Ragnarsson og Einar Árni Jóhannsson að sækja námskeiðið.

Námskeiðið verður haldið 10. og 11. júní, í aðdraganda körfuboltabúðanna. Um öflugt námskeið verður að ræða og fá þjálfarar þátttökuna metna inn í fræðsluáætlun KKÍ.

Fleiri fréttir