Kynning á rannsókn um íslenska dreifbýlisverslun
Niðurstöður rannsóknar á stöðu íslenskra dreifbýlisverslana og mögulegum sóknarfærum hennar verður kynnt á Háskólanum Bifröst í dag föstudaginn 14. janúar kl. 17:00 – 18:30 Á þessum sama degi hefst eins árs ráðgjafa- og fræðsluverkefni fyrir stjórnendur dreifbýlisverslana.
Þátttakendur eru um 40 verslunarstjórnendur af öllu landinu sem munu bæði fá ráðgjöf og fræðslu sem miðar að því að styrkja stöðu verslana þeirra.
Verkefnið Verslun í dreifbýli (Retail in Rural Regions) er fjölþjóðlegt samstarfsverkefni innan Norðurslóðaáætlunar (NPP). Samstarfsaðilar eru frá 6 þjóðum þ.e. Finnlandi, Írlandi, Norður Írlandi, Færeyjum, Skotlandi auk Íslands og lýkur verkefninu í árslok 2011. Emil Karlsson hjá Rannsóknarsetri verslunarinnar í nánu samstarfi við Háskólann á Bifröst leiðir íslenska hluta verkefnisins. Auk Rannsóknarsetursins eru íslenskir þátttakendur í verkefninu Byggðastofnun, Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða, Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og SSNV-atvinnuþróun.