Leikskólar lokaðir í mánuð í sumar

Fræðslunefnd Skagafjarðar hefur tekið ákvörðun um að leikskólar á Sauðárkróki verði lokaðir í fjórar vikur sumarið 2009.
Hefur leikskólastjórum verið falið að útfæra tímasetningar í samráði við fræðslustjóra. Þá samþykkti nefndin að hækka gjald vegna matar á  leikskólum þannig að hádegismatur mun eftirleiðis kosta 3.490 kr. á mánuði, morgunhressing 1.604 kr. á mánuði og síðdegishressing 1.604 kr. á mánuði. Vistunargjöld verða að öðru leyti óbreytt.

Fleiri fréttir