Leikur og læsi

Mennta- og menningarmálaráðuneytið undirbýr nú skýrslu um starf í leikskólum þar sem sjónum er beint að markvissu starfi tengdu málörvun og þróun lestrarnáms. Tíu leikskólar sem hafa verið að vinna að sérstökum verkefnum þessu tengdu hafa verið valdir í þetta verkefni og er Leikskólinn Tröllaborg á Hólum einn þeirra.

Sérfræðingar sem vinna skýrsluna munu heimsækja leikskólann til að afla frekari upplýsinga og kynna sér starfið. Í skýrslunni verður gerð ítarleg grein fyrir starfi leikskólans á sviði málörvunar og lestrarnáms til upplýsinga fyrir bæði leik- og grunnskóla.

Fleiri fréttir