Lemon færði heilsugæsluliðum veislubakka

Heilbrigðisstarfsfólk á HSN á Sauðárkróki hafa haft í aðeins fleiri horn að líta síðustu daga en gengur og gerist út af Covid-smitum og skimunum og hafa staðið vaktina af hörku. Lemon á Sauðárkróki fannst tilvalið að senda þeim sólskin í glasi og sælkerasamlokur sem þakklætisvott fyrir framlag þeirra og var það þegið með þökkum.

„Eins og flestir vita þá hefur ástandið verið sérstakt hér í Skagafirði síðustu daga, flest fyrirtæki lokuð og margir í sóttkví. Mikið álag hefur verið á heilsugæslunni og starfsfólk lagt mikið á sig þar síðustu daga. Okkur langaði til að leggja okkar að mörkum til starfsmanna heilsugæslunnar og færðum við þeim veislubakka og helling af sólskini í glösum. Takk fyrir ykkar framlag, án ykkar yrði baráttan við Covid ansi erfið,“ segir í færslu Lemon á Facebooksíðu sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir