Lesblindudagur í Árskóla
Þann 18. janúar sl. var haldinn lesblindudagur í Árskóla á Sauðárkróki þar sem nemendum 7. - 10. bekkjar var boðið á sal til að hlýða á erindi og fræðslu um lesblindu. Snævar Ívarsson frá Félagi lesblindra á Íslandi sagði frá eigin reynslu af dyslexíu og hvernig hann tekst á við hana.
Þóra Ingólfsdóttir og Lena Dögg Dagbjartsdóttir frá Blindrabókasafni Íslands kynntu úrræði og bjargir sem safnið býður fólki með lestrarvanda og Margrét Björk Arnardóttir, náms- og starfsráðgjafi, kynnti hugbúnaðinn Easy Tutor. Eftir fræðsluna var nemendum leyft að fara í tölvuver skólans til að fræðast meira um tæki og tól sem hjálpa eiga einstaklingum sem glíma við lesblindu.
Síðar um daginn fengu svo kennarar skólans svipaða fræðslu og nemendurnir og svo bauð Árskóli foreldrum til sérstakrar kynningar á dyslexíu/lesblindu og þeim hjálpargögnum sem reynst hafa lesblindum vel.
/Árskóli.is