Líf að færast í Farskólann eftir sumarið
Í Farskólanum er nú unnið af kappi við að skipuleggja komandi skólaár. Námsvísir vetrarins er væntanlegur í öll hús á Norðurlandi vestra eftir nokkra daga.
Þrátt fyrir sumarfrí mættu nokkrir háskólanemar í Námsverið á Sauðárkróki til að læra og skrifa ritgerðir í sumar. Hjúkrunarfræðinemar búa sig undir komandi vetur með því að fara á námskeið í námstækni hjá Margréti náms- og starfsráðgjafa Farskólans. Námskeiðið stendur öllum fjarnemum til boða þeim að kostnaðarlausu.