Lokaleikur Tindastóls í kvennaboltanum

Í kvöld fer fram síðasti leikur Tindastóls í fyrstu deild kvenna er þær taka á móti Framstúlkum. Leikurinn fer fram á Sauðárkróksvelli og hefst klukkan 19:00. Með sigri ná þær að koma sér af botninum.

Liðinu hefur ekki gengið sem best í sumar, situr á botninum með 5 stig eftir einn unninn leik og tvö jafntefli en hefur möguleika á því að lyfta sér upp fyrir Framstúlkurnar með sigri en Framstúlkur eru sæti ofar með 7 stig. Það er því mikilvægt að fjölmenna á völlinn í kvöld og hvetja Tindastól til sigurs. Allir á völlinn, áfram Tindastóll.

Stöðuna í deildinni má sjá hér.

Fleiri fréttir