Lummufjörið hefst í kvöld
feykir.is
Skagafjörður
23.06.2011
kl. 15.45
Lummudagar í Skagafirði verða settir í fjörunni hjá Siglingaklúbbnum á Sauðárkróki klukkan 19:30 í kvöld en næstu daga mun verða líf og lummufjör í firðinum. Gera má ráð fyrir að íbúar taki til við að skreyta í kvöld og á morgun en annað kvöld verður síðan götugrill. Á laugardag verður götumarkaðsstemning, kvöldvaka og lummukaffi hér og þar um fjörðinn.
