Maður ársins á Norðurlandi vestra 2010 kosningu lýkur á hádegi
Feykir og Feykir.is standa nú fyrir kosningu um mann ársins á Norðurlandi vestra. Líkt og undanfarin ár verður kosið á milli einstaklinga sem útvaldir aðilar hafa komið að því að útnefna. Úrslitin verða kynnt í fyrsta blaði ársins þann 6. janúar 2011. Einungis eitt atkvæði telur frá hverri tölvu, einnig er hægt að hringja inn atkvæði í síma 455 7176. Lokað verður fyrir kosningu á hádegi í dag.