Maður slasaðist er hestur hans hnaut
feykir.is
Skagafjörður, Hestar
21.09.2010
kl. 15.03
Maður slasaðist er hestur sem hann var á við smalamennsku hnaut með þeim afleiðingum að maðurinn féll af baki en slysið gerðist í heimalandi við bæinn Hól í Lýtingsstaðarhreppi en maðurinn var í félagi við annan að smala þar heimalönd.
Lögregla og sjúkrabíll fóru á staðinn og var maðurinn sem kenndi sér eymsla í hálsi fluttur á sjúkrahús. Hann er ekki talinn alvarlega slasaður.