Magnificat í Miðgarði í dag

Helga Rós Indriðadóttir. Myndin er tekin í Stefánsstofu í Miðgarði. Mynd:FE
Helga Rós Indriðadóttir. Myndin er tekin í Stefánsstofu í Miðgarði. Mynd:FE

Skagfirski kammerkórinn stendur í stórræðum en í dag verður flutt verkið Magnificat eftir breska tónskáldið John Rutter. Verkið er hluti af afmælisdagskrá sem fengið hefur heitið Í takt við tímann og er sett upp í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands.

Dagskráin er tvískipt og er hinn hluti tónleikanna helgaður íslenska einsöngslaginu. Hefur kórinn fengið í lið með sér félaga úr Kammerkór Norðurlands, Kalman listfélag á Akranesi ásamt Sinfóníettu Vesturlands og Guðmund Óla Gunnarsson sem stjórnar hljómsveit og kór ásamt því að útsetja einsöngslögin sem flutt verða af tenórnum Kolbeini Jóni Ketilssyni og sópransöngkonunni Helgu Rós Indriðadóttur sem jafnframt er stjórnandi Kammerkórsins.

Tónleikarnir hefjast klukkan 16 og eru haldnir í Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð.

Tengd frétt: Helga Rós Indriðadóttir og Skagfirski kammerkórinn ráðast í metnaðarfullt stórvirki

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir