Margrét Eir og Thin Jim á Mælifelli á föstudag
Hljómsveitin Thin Jim heldur tónleika á Mælifelli næstkomandi föstudag 12 nóvember, Þetta er í fyrsta skipti sem að Thin Jim heimsækir Sauðárkrók. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00
Feykir.is hafði samband við Margréti og spurði út í tónleikana á föstudagskvöld;
Margrét þú hefur verið dugleg við að heimsækja Skagfirðinga og syngja fyrir þá hvað ætlar þú að bjóða okkur upp á í þessari ferð?
„Já ég hef komið nokkrum sinnum og haldið tónleika. Ég spilaði með Rögnvaldi Valbergs í Sauðarkrókskirkju eina páskana, svo var ég með Söngleikjatónleika síðasta vor og svo hef ég komið með Frostrósum...að vísu ekki í ár því miður. En núna ætla ég að syngja með hljómsveitinni minni Thin Jim og við erum með stútfullt prógramm af flottum lögum. Meðal annars Old union Station sem hefur mikið verið spilað í útvarpinu. Þetta er dúett sem ég syng með Páli Rósinkranz“
Nú kemur þú með stórsöngvaran Pál Rósinkrans með þér megum við búast við flugeldasýningu í söng?
„Já það er alltaf gaman að syngja með Palla enda frábær söngvari og með Ernu Hrönn með okkur þá verður þetta algjört dúndur ekki bara læti heldur hittir þetta mann alveg í hjartastað“
Hvað með undirspil hverjir verða í því?
„Með okkur eru þeir Jökull Jörgensen á bassa...hann á líka alla textana og semur öll lögin með Birgi Ólafssyni sem spilar á gítar. Andrés Þór verður á gítar og lapsteel, Scott Mclemore á trommur og Agnar Má á píanó og hljómborð
Er von á útgáfu fyrir þessi jólin? „Hljómsveitin er einmitt að leggja loka hönd á sína fyrstu plötu. Á þessum rúmum tveimur árum sem bandi hefur verið starfandi þá hefur safnast svo mikið af lögum að við erum í vandræðum með að velja lög á plötuna...gætum þess vegna gefið út tvær...haha en við látum eina duga í bili. Hún kemur út í Febrúar 2011.
Eitthvað að lokum?
„Mig langar bara til að hvetja alla til að koma. Þetta verður frábær stemming og ennþá betra ef fólk kemur í hús og setur yl í salinn. Við höfum fengið frábæra gagnrýni allsstaðar og það er svo gaman að fara á tónleika og verða fyrir upplifun...ég meina hversu oft gerist það?? Þetta er frábær tónlist og textar sem ég er stolt af setja nafnið mitt við.“