Matthías og Tryggvi leggja stígvélin á hilluna

Guðni Ólafsson verkstjóri, Tryggvi, Friðbjörn Ásbjörnsson framkvæmdastjóri, Matthías og Ívar Örn Marteinsson verkstjóri. MYND: FISK.IS
Guðni Ólafsson verkstjóri, Tryggvi, Friðbjörn Ásbjörnsson framkvæmdastjóri, Matthías og Ívar Örn Marteinsson verkstjóri. MYND: FISK.IS

Sagt er frá því á vef Fisk Seafood að tveir starfsmanna í landvinnslu, þeir Matthías Angantýsson og Tryggvi Berg Jónsson, hafi ákveðið að leggja stígvélin á hilluna eftir áratuga starf fyrir félagið. Af því tilefni var boðið upp á köku og kaffi í matsal landvinnslunnar á Sauðárkróki. 

Þar var þeim færður þakklætisvottur fyrir vel unnin störf. Í fréttinni kemur fram að stjórn og starfsfólk FISK Seafood þakki þeim fyrir störfin og þeim óskað velfarnaðar í þeim verkefnum sem þeir taka sér fyrir hendur.

Heimild: Fisk.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir