Meistaradeild Norðurlands 2011
Nú styttist óðum í úrtöku fyrir þau sex sæti, sem laus eru í Meistaradeild Norðurlands 2011eða KS-deildinni eins og hún hefur verið kölluð en hún fer fram miðvikudaginn 26. jan og hefst kl: 20:00 í reiðhöllinni Svaðastaðir á Sauðárkróki.
Þeir sem hafa hug á því að taka þátt í þeirri úrtöku er bent á að skrá sig nú þegar á netfangið: Svadastadir@simnet.is en allra síðasti skráningardagur er 23.jan. Nánari upplýsingar í síma : 842-5240
Mótadagar í vetur:
- 26. jan: Úrtaka fyrir þau 6. sæti sem laus eru.
- 16. feb: Fjórgangur
- 2. mars: Fimmgangur
- 16. mars: Tölt
- 30. mars: Smali og skeið. Loka mót
- Tólf efstu knapar síðasta keppnistímabils unnu sér inn keppnisrétt á síðasta ári en þeir eru:
- Knapar Heild.stig
- 1 Bjarni Jónasson 34
- 2 Þórarinn Eymundsson 27,5
- 3 Ólafur Magnússon 24
- 4 Magnús Bragi Magnússon 21,5
- 5 Elvar E. Einarsson 21,5
- 6 Mette Mannseth 21,5
- 7 Ísólfur Líndal Þórisson 20,5
- 8 Sölvi Sigurðarson 16,5
- 9 Erlingur Ingvarsson 13
- 10 Þorsteinn Björnsson 10,5
- 11 Tryggvi Björnsson 8
- 12 Ragnar Stefánsson 6
- Kaupfélag Skagfirðinga mun eins og áður fyrr, vera aðalstyrktaraðili Meistaradeildar Norðurlands