Menntamálaráðherra í Skagafirði
Katrín Jakobsdóttir, Menntamálaráðherra er á ferð í Skagafirði í dag. Mun ráðherra meðal annars heimsækja Hóla í Hjaltadal auk þess sem hún mun skrifa undir yfirlýsingu um 30 milljón króna greiðslu frá ráðuneytinu til byggingar Miðgarðs.
Í kvöld mun Katrín síðan vera ásamt Jóni Bjarnasyni á opnum stjórnmálafundi í sal Fjölbrautaskólans.