Menntamálaráðherra útilokar ekki sameiningu Hólaskóla við aðra háskóla

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra lýsti því yfir í morgun á Bylgjunni í þættinum Sprengisandi, sem Sigurjón M Egilsson stjórnar, að báðir háskólarnir sem menntamálaráðuneytið fékk frá landbúnaðarráðuneytinu, Háskólinn á Hólum og Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri, hefðu komið með skuldahala á eftir sér og verið væri að fara yfir leiðir til að styrkja rekstur stofnananna til framtíðar.

Hún útilokaði ekki að skólanir yrðu sameinaðir öðrum háskólum eða sín á milli, til að ná fram hagræðingu til framtíðar.

Eins og áður hefur verið skýrt frá hér á síðunni er rekstur Háskólans á Hólum í uppnámi eftir að áætlaðri fjárþörf skólans var ekki mætt á fjárlögum 2009.

Fleiri fréttir