Minnsta verslun á Sauðárkróki rænd
Minnsta verslun á Sauðárkróki eða verslunin Sveinsbúð i Nýprent sem sérhæfir sig í sölu á 33 cl kókakóla varð fyrir áfalli í vikunni en lagermaður og eigandi verslunarinnar lá heima veikur og hafði komið lagernum 42 dósum fyrir í geymslu blokkarinnar sem hann býr í.
Þegar lagermaðurinn og eigandinn náði síðan heilsu voru 30 af 42 dósum horfnar. Er um að ræða eðal árgang af 33ml rauðu kókakóla. Er skorað á þá sem létu freistast og tóku dósirnar að skila þeim hið fyrsta og þá verða engir eftirmálar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort málið verður kært til lögreglu en ljóst er að þjófnaðurinn hefur komið illa niður á rekstrargrundvelli verslunarinnar.