Níu fengu styrk til stuðnings menningarstarfsemi í Skagafirði

Úr leikritinu Fylgd, eftir Guðbrand Ægi Ásbjörnsson, sem sýnt var 2019.
Úr leikritinu Fylgd, eftir Guðbrand Ægi Ásbjörnsson, sem sýnt var 2019.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd úthlutaði á fundi sínum í vikunni tímabundnum styrkjum til stuðnings menningarstarfsemi í Sveitarfélaginu Skagafirði fyrir árið 2020. Á vef Sveitarfélagsins Skagafjarðar er greint frá því að styrkurinn sé liður í viðspyrnu vegna COVID-19 til að styðja við heimili, fyrirtæki og félagasamtök í Skagafirði.

Þar segir að styrkjunum sé ætlað þeim sem orðið hafa fyrir tekjutapi vegna menningarviðburða sem þurfti að fella niður eða breyta verulega vegna samkomubanns af völdum COVID-19 og hafi haft veruleg áhrif á rekstur og starf viðkomandi aðila.
Alls bárust 15 umsóknir, níu þeirra uppfylltu skilyrði úthlutunarreglna og voru samþykktar en til úthlutunar voru samtals tvær milljónir króna.

Eftirtaldir aðilar hlutu styrki:
Bjórsetur Íslands 160.000 kr.
Sviðsljós ehf 160.000 -
Stúdíó Benmen ehf 160.000 -
Sigfús Benediktsson 160.000 -

Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir 160.000 -
Leikfélag Sauðárkróks 300.000 -
Karlakórinn Heimir 300.000 -
Króksbíó 300.000 -
Gullgengi ehf 300.000 -

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir