Norðurtak og Krókverk með lægsta tilboð í sandfangara og sjóvarnargarð

Tilboð í lengingu sandfangara á Sauðárkróki og sjóvarnagarðs á Hrauni á Skaga voru opnuð í gær samtímis á skrifstofu Siglingastofnunar Íslands í  Kópavogi og á skrifstofu Svf. Skagafjarðar á Sauðárkróki. Fjögur tilboð bárust en sameiginlegt tilboð Norðurtaks og Krókverks reyndist lægst.

 

Tilboð þeirra í verkið kr. 18.794.500,- en kostnaðaráætlun hljóðaði upp á kr. 24.727.500,-.

  • Aðrir tilboðsgjafar voru:
  • Víðimelsbræður ehf. Kr. 22.719.500.-
  • Glaumur ehf. Kr. 27.372.000.-
  • Steypustöð Skagafjarðar Kr. 31.932.000.-

Sandfangarinn á Sauðárkróki verður lengdur um 30 metra út í sjó en hann á að hefta sandurð í höfnina en um leið færist fjaran út og landrými eykst.

Fleiri fréttir