Nú er að moka frá tunnunum

Vegna veðurs og ófærðar var ekki hægt að losa svörtu tunnuna í Hlíðar- og Túnahverfi á Sauðárkróki sl. föstudag eins og áætlað var samkvæmt dagatalinu. Stefnt er á að losa hana á mánudag eða þriðjudag.

Þar sem allt er á kafi í snjó eru íbúar vinsamlegast beðnir um að moka frá sorptunnunum og hafa greiðan aðgang að þeim á losunardegi. Hægt er að sjá sorphirðudagatal á www.flokka.is undir "Sorplosanir"

Fleiri fréttir