Nú er hægt að lesa Stólinn á netinu

Út er kominn splunkunýr kynningarbæklingur Körfuknattleiksdeildar Tindastóls, Stóllinn, og var ritinu dreift í öll hús í Skagafirði í síðustu viku. Þetta er annað árið sem Kkd. Tindastóls og Nýprent gefa út ríkulega myndskreyttan Stólinn. 

Leikmenn karla- og kvennaliðs félagsins eru kynntir en auk þess eru í Stólnum viðtöl við þjálfarana Baldur Þór og Árna Eggert sem og viðtöl við Marínu Lind og Pétur Rúnar og þá rifjar Helgi Margeirs upp nokkur atriði frá löngum og farsælum ferli svo eitthvað sé til talið.

Gunnhildur Gísladóttir ljósmyndari sá um myndatöku fyrir ritið en Hjalti Árna á forsíðumyndina og nokkrar til viðbótar. Starfsmenn Nýprents önnuðust efnisöflun, ritstýrðu og söfnuðu auglýsingum og að sjálfsögðu var prentað í heimabyggð.

Því miður sluppu nokkrar villur í gegn sem enduðu í prentútgáfunni og er beðist velvirðingar á því. Upplýsingar um Valdísi Ósk og Tess í leikmannakynningu vorum ekki alls kostar réttar en villurnar hafa verið leiðréttar í netúgáfunni.

Liðsmenn Tindastóls eru líklegir til að kippa með sér eintökum á útileiki liðsins fyrir dygga stuðningsmenn en einnig er hægt að skoða blaðið á netinu með því að smella á forsíðu Stólsins sem er hér á forsíðu Feykis.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir