Ný heimasíða Sögufélagsins
Aðalfundur Sögufélags Skagfirðinga var haldinn s.l. mánudag í Safnahúsinu á Sauðárkróki og urðu þar þau tímamót að opnuð var ný heimasíða félagsins sem er öll hin glæsilegasta.
Sigfús Ingi Sigfússon kom nýr inn í stjórn í stað Helga Hannessonar en aðrir stjórnarmenn eru Unnar Ingvarsson, Sigríður Þorgrímsdóttir, Sigríður Sigurðardóttir og formaðurinn Hjalti Pálsson.
Í lok fundarins var ný og glæsileg heimasíða félagsins opnuð þar sem finna má ýmsan fróðleik um félagið og upplýsingar um öll þau verk sem gefin hafa verið út á vegum félagsins. Þar er einnig að finna leitarvél fyrir Skagfirskar æviskrár sem flýta fyrir þeim sem í þeim leita að nöfnum sem þar koma fyrir. Slóðin er sogufelag.skagafjordur.is.