Ný stjórn hjá lífeyrissjóði bænda
Ný stjórn Lífeyrissjóðs bænda
Skagfirðingurinn Rögnvaldur Ólafsson var á dögunum kjörinn í nýja stjórn hjá Lífeyrissjóði bænda. Þá er Guðný Helga Björnsdóttir bóndi á Bessastöðum í Húnaþingi vestra varamaður í stjórn tilnefnd af Bændasamtökum Íslands. Guðrún Lárusdóttir, Keldudal, er síðan varamaður Rögnvaldar en bæði eru þau tilnefnd af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti.
Loftur Þorsteinsson og Guðmundur Grétar Guðmundsson fóru út stjórn en auk Rögnvaldar kom Vigdís ný inn í stjórnina. Skúli Bjarnason verður áfram formaður stjórnar.
Stjórn (aðal- og varamenn)
Skipuð samkvæmt tilnefningu Hæstaréttar Íslands:
Formaður stjórnar: Skúli Bjarnason, hæstaréttarlögmaður
Varamaður: Berglind Svavarsdóttir, hæstaréttarlögmaður
Skipuð samkvæmt tilnefningu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins:
Rögnvaldur Ólafsson, bóndi
Varamaður: Guðrún Lárusdóttir, bóndi
Skipuð samkvæmt tilnefningu Bændasamtaka Íslands:
Örn Bergsson, bóndi
Varamaður: Guðný H. Björnsdóttir, bóndi
Vigdís M. Sveinbjörnsdóttir, bóndi
Varamaður: Sigurbjartur Pálsson, bóndi
Skipaðar án tilnefningar:
Maríanna Jónasdóttir, skrifstofustjóri á tekju- og skattaskrifstofu fjármálaráðuneytisins
Varamaður: Halldóra Friðjónsdóttir, sérfræðingur á starfsmannaskrifstofu fjármálaráðuneytisins