Nýársfagnaður á Mælifelli
Mikil stemning er fyrir nýársfagnaðinum sem haldinn verður á Mælifelli á Sauðárkróki þann fyrsta janúar nk. frá kl 23:00 til kl. 03:00 og lítur út fyrir að vel verði mætt.
Ætla má að hin nýstofnaða hljómsveit Blöðrurnar sem skipuð er alkunnum stuðblöðrum úr Skagafirði eigi eftir að skemmta sér og öðrum á þessu sveitaballi þar sem aldurstakmark er 16 ár og er miðaverð einungis kr. 1500. Þá verður boðið upp á fríar sætaferðir frá Varmahlíð, Hólum og Hofsósi.
Allir að mæta í sparifötunum með góða skapið með ykkur.
Sjá nánar HÉR