Nýir reiðkennaranemar á Hólum

Á vef Hólaskóla segir frá því að fjórtán nemendur hefja nú nám á reiðkennarabraut skólans, eða „þriðja árinu“ eins og það er gjarna kallað. Allt eru þetta miklir reynsluboltar í hestamennskunni sem eiga að baki tveggja ára nám við skólann, fyrir mislöngu síðan.

Námið, sem veitir diplómagráðu í þjálfun og reiðkennslu, er 30 ECTS og skiptist í Reiðkennslu og kennslufræði (14 ECTS), Reiðmennsku og þjálfun (12 ECTS) og Íþrótta- og gæðingadóma (4 ECTS). Hvert námskeið um sig kvíslast síðan í ýmsa þætti, bæði bóklega og verklega, og allmargir kennarar koma að hverju þeirra.

Gunnar Óskarsson smellti þessari mynd af hinum áhugasömu nemendum en hann fékk þau til að stilla sér upp úti í vetrarríkinu.

Fleiri fréttir