Nýjar samþykktir sveitarfélagsins Skagafjarðar

Í síðustu fundargerð menningar- og kynningarnefndar sveitarfélagsins Skagafjarðar mátti sjá að um síðasta fund nefndarinnar væri að ræða. Að sögn Ástu Pálmadóttur sveitarstjóra er skýringin sú að beðið hefur verið eftir að nýjar samþykktir fyrir sveitarfélagið væru samþykktar í innanríkisráðuneyti, þannig að hægt væri að fara að vinna að fullu eftir nýju skipuriti sem samþykkt var í sveitarstjórn í júlí í fyrra.

Í nýju skipuriti, sem finna má á heimasíðu sveitarfélagsins, er gert ráð fyrir að atvinnu-, menningar og kynningarnefnd verði ein nefnd í stað tveggja áður. Hin nýja samþykkt um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur nú verið samþykkt af innanríkisráðuneytinu og birt í B-deild Stjórnartíðinda. Samþykktina má einnig finna á heimasíðu sveitarfélagsins.

Fleiri fréttir