Nýr sundþjálfari
Breytingar hafa orðið á æfingatöflu sunddeildar Tindastóll og nýr þjálfari hefur komið í hópinn en það er Kristín Kristjánsdóttir. Fríða Rún Jónsdóttir þjálfar áfram en Fannar Arnarsson er hættur þjálfun. Kristín er ekki óþekkt í Skagafirði en hún æfði, keppti og þjálfaði hjá Sunddeild Tindastóls fyrir nokkru síðan. Hún er tónlistarkennari á Blönduósi og þjálfar hjá sunddeildinni þar einnig.
Nýja tíma má sjá á heimasíðu Tindastóls