Nýsköpunardagur 5. bekkjar í Skagafirði

Verðlaunagripirnir voru hannaðir í Tinker Cad forritinu í iPad og prentaðir í þrívíddarprentara. Mynd af skagafjordur.is.
Verðlaunagripirnir voru hannaðir í Tinker Cad forritinu í iPad og prentaðir í þrívíddarprentara. Mynd af skagafjordur.is.

Nýsköpunarkeppni 5. bekkjar grunnskólanna í Skagafirði fór fram í byrjun mars og nú í vikunni voru veitt verðlaun í sjö flokkum til framúrskarandi hugmynda. Nýsköpunardagur 5. bekkjar er liður í því að efla nýsköpun og frumkvöðlahugsun í skólastarfinu m.a. í tengslum við nýja Menntastefnu Skagafjarðar.

Á heimasíðu Sv.f. Skagafjarðar kemur fram að Ingvi Hrannar Ómarsson, kennsluráðgjafi í upplýsingatækni og nýsköpun, hafi stýrt verkefninu, ásamt umsjónarkennurum 5. bekkja grunnskólanna. Markús Máni Gröndal, nemandi í 8. bekk Árskóla hannaði og smíðaði verðlaunagripina í Tinker Cad forritinu í iPad og prentaði í einum af nýju þrívíddarprenturum sem skólarnir í Skagafirði fengu nýlega að gjöf frá Kaupfélagi Skagfirðinga ásamt því að skera út í fræsara í FabLab.

Veitt voru verðlaun fyrir sjö hugmyndir og voru eftirfarandi:
Besta kynningin: Bakpokinn mikli - Brynhildur Kristín (Grunnskólinn austan Vatna).
Frumlegasta hugmyndin: Cleaning Robot - Snæbjörn Aron (Árskóli).
Besta hugmyndin: Umhverfisvæna Rakettan „Klikketta“ - Baltasar Bogi og Hafþór (Árskóli).
Flottasta frumgerðin: Hundakofinn - Bettý Lilja og Gréta Berglind (Grunnskólinn austan Vatna).
Líklegust til að verða til: Reiðhjólaþægindi - Styrmir Snær og Fannar Örn (Árskóli).
Klikkaðasta hugmyndin: Hjálpaleikarinn - Viktor Daði (Varmahlíðarskóli).
Hagnýtasta hugmyndin: Segull í drifskafti - Ísleifur Eldur (Varmahlíðarskóli).

Sjá nánar HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir