Nýtt lag með Ouse komið á Spottann

Ouse á Nöfum við upptökur á myndbandinu við lagið Too Many Problems. MYND AF FACEBOOK-SÍÐU OUSE
Ouse á Nöfum við upptökur á myndbandinu við lagið Too Many Problems. MYND AF FACEBOOK-SÍÐU OUSE

Nú fyrir helgina smellti skagfirski tónlistarmaðurinn Ouse nýju lagi út í kosmósið. Lagið kallar hann Too Many Problems og nýtur hann aðstoðar frá hinum kanadíska Powfu við flutninginn.

Ouse er einn niðurhlaðnasti tónlistarmaður Íslands þó tónlist hans sé nú alla jafna ekki mikið spiluð á íslenskum ljósvakamiðlum. Laginu nýja fylgir myndband sem tekið er upp í Skagafirði og í Ameríku og á því slatti af fólki eftir að berja skagfirskt vorveður augum. Í skilaboðum á Facebook þakkar Ouse öllum fyrir að hafa komið honum í þá stöðu að geta gert það sem hann er að gera.

Þá má geta þess að fleiri skagfirskir tónlistarmenn af ungu kynslóðinni gera það gott. Popplag Valdísar, Piece Of You, sem kom út í lok janúar tók nýlega smá sveiflu á hinum sérkennilega Vinsældarlista Rásar 2 en eftir að hafa sigið niður listann stökk lagið upp í fjórða sæti fyrir rúmri viku en situr nú í 12. sætinu. Nýtt lag með Valdísi er væntanlegt 1. apríl.

Hér er hlekkur á myndbandið við lag Ouse >

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir