Öll börn eiga rétt á hvatapeningum
Í heimasíðu Skagafjarðar er foreldrum allra barna á aldrinum 6-16 ára, í sveitarfélaginu bent á að þau eiga rétt á 10.000. króna hvatapeningum einu sinni á ári.
Umsóknarfrestur um Hvatapeninga fyrir vetrarstarf á árinu 2009 , rennur út 15. janúar 2010 og verður byrjað að taka á móti þeim 4.janúar.
Skilyrðin eru eftirfarandi:
Börnin þurfa að vera á aldrinum 6-16 ára ( fædd 1993-2003) með lögheimili í Sveitarfélaginu Skagafirði.
· Æfinga-og þátttökugjöld þurfa að lágmarki að nema 30.000.- og þarf að stunda eitthvað tvennt af sviði tómstunda-íþrótta og menningar.
· Systkini á þessum aldri sem ekki ná hvert um sig lágmarkinu en 30.000.- til samans geta nýtt sér tvö og tvö eina greiðslu Hvatapeninga.
· Endurgreiðslan nær til eftirfarandi námskeiða og þátttöku; hjá íþróttahreyfingunni-knattspyrnu,körfu,frjálsum, sundi,skíðum ( árskort á skíðasvæðið einnig ), golfi, siglingum,skák, hestamannafélögum. Tónlistarskólum, skátum,Vetrar-t.í.m., Farskóla og öðrum þeim sem viðurkenndir eru af Frístundasviði.
Sótt er um á eyðublaði sem er að finna á heimasíðu sveitarfélagsins eða í Ráðhúsinu. Endurgreitt er í gegnum banka á kennitölu og bankanúmer foreldris og kostnaður þarf að vera fyrir tímabilið 1.janúar-31.maí 2009 og/eða 1.sept.-31. desember 2009.
Leggja þarf fram ljósrit af greiðsluseðlum þar sem fram kemur að greitt sé fyrir sama nafn og sótt er um vegna. Umsóknarfrestur er til 15. janúar 2010.