Öllum námskeiðum Farskólans lokið

Skrifstofuskólanum á Blönduósi lauk 19. maí en hann var haldinn að frumkvæði Vinnumálastofnunar og í samvinnu við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.

Námið fór fram í sal Samstöðu stéttarfélags að Þverbraut 1 og voru námsmenn 14 talsins; sex konur og átta karlar.

Skrifstofuskólinn er metinn til allt að 18 framhaldsskólaeininga að því tilskildu að námsmenn standist kröfur námsins.

Á heimasíðu Farskólans segir að öllum námskeiðum Farskólans sé nú lokið á þessu skólaári og undirbúningur næsta skólaárs í fullum gangi.

Fleiri fréttir