Opið hesthús á Varmalandi í Skagafirði
Sunnudaginn 25. sept. verður opið hesthús á Varmalandi í Sæmundarhlíð frá kl. 11 -17. Þar verða til sölu folöld, trippi og tamin hross frá Varmalandi og Miðsitjuhestum ehf., allt vel ættað.
Að sögn bænda á Varmalandi verða hrossin inni og hægt að skoða þau þar. Allir eru velkomnir og verður kaffi og kleinur á boðstólnum. Það er fjölskyldan á Varmalandi og Sólveig Stefánsdóttir sem standa að þessu heimboði sem haldið er í tengslum við Laufskálaréttarhelgi. Frekari upplýsinga er hægt að nálgast í síma 8958182.