Ör-jóla-hádegistónleikar
Söngkonurnar Sólveig Fjólmundsdóttir og Ásdís Guðmundsdóttir munu á morgun föstudag klukkan 12:00 standa fyrir ör-jóla-hádegistónleikum í anddyri Faxatorgs 1 nánar tiltekið við inngang hjá Skýrr en sjá má lítt áberandi skilti á austurvegg.
Á örjólatónleikunum munu þær Sólveig Fjólmundsdóttir og Ásdís Guðmundsdóttir skemmta sér konunglega við að flytja nokkur vel valin jólalög við undirleik Sorin Lasar.