Óskað eftir tilboðum í byggingu leikskóla á Hofsósi

Frá Hofsósi. MYND: ÓAB
Frá Hofsósi. MYND: ÓAB

Sagt er frá því á heimasíðu Skagafjarðar að sveitarfélagið óskar eftir tilboðum í verkið Leikskóli á Hofsósi – Viðbygging GAV - Útboð 2019. Um er að ræða 205 fermetra viðbyggingu við grunnskólann á Hofsósi sem mun hýsa starfsemi leikskólans á staðnum.

Í verkefninu felst uppsteypa og fullnaðarfrágangur byggingarinnar en um er að ræða steypt hús á einni hæð með flötu þaki, einangrað að utan og klætt með lituðu áli og gluggar og hurðir eru úr áli. Lóðarfrágangur er ekki innifalinn í verkinu.

Útboðsgögn verða afhent á rafrænu formi frá og með deginum í dag, 8. nóvember 2019. Óska skal eftir útboðsgögnum í tölvupósti á netfangið atli@stodehf.is. Opnunartími tilboða er 5. desember.

Nú nýverið ítrekuðu íbúar á Hofsósi ákall eftir aðgerðum í leikskólamálum og auglýsing um útboðið ætti því að hressa, bæta og kæta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir